FERÐIR INNANLANDS

Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Umbreytandi helgarnámskeið í maí

Umbreytandi helgarnámskeið í maí
10. og 11. maí, 2019
 
Við hjá Grænum ferðum erum að springa úr spenningi. Ástæðan? Jú, í maí eigum við von á flottum gestum frá Mallorca. Þetta eru Estrella og Cristina, stórkostlegar konur, sem við hittum í Mallorca síðastliðið haust. Cristina er jógakennari og Estrella er markþjálfi. Við vörðum heilum degi með þeim á sveitasetri í fjöllunum fyrir utan Palma, í jóga, fjallgöngu og alls konar sjálfsrækt. Mögnuð upplifun! Nú eru þær á leið til okkar til Íslands, í maí og verða með námskeið. Námskeiðið verður í Húsnæði Heilsu og spa, Ármúla 9, föstudaginn 10. maí (1/2 dagur) og laugardaginn 11. maí (1 dagur). Aðeins 15 pláss í boði. Námskeiðið kostar 29.900.-. Innifalið er jóga, markþjálfun, göngutúr, náttúruupplifun og hádegismatur á laugardeginum.
Staðfestingagjald er 10.000.-. Ef staðgreitt, er gefinn 5% afsláttur.
Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Jóga og gönguferð á Hornstrandir

Jóga og gönguferð á Hornstrandir, 18. - 21. júlí, 2019

Hvar er betra að stunda jóga en í algjörri kyrrð á einum fegursta stað Íslands. Grænar ferðir, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, bjóða upp á jóga og göngur á Hörnströndum í júlí.
Gist er í þrjár nætur í Hornbjargsvita og dvalið við náttúruskoðun, óbyggðaupplifun, gönguferðir og jóga.
Þátttakendur koma á eigin vegum í Norðurfjörð á Strandir þar sem ferðin hefst. Sameinumst í bíla. Siglt í Barðsvík á Ströndum þaðan sem þátttakendur ganga með allan farangur, fyrir utan mat, í Hornbjargsvita. Gengið á Hornbjarg, yfir í Hornvík, um eitt stórbrotnasta landslag Íslands.

Frá 98.000.-

Skrá þátttöku hér

FERÐIR ERLENDIS

Námskeið um núvitund og sjálfsvinsemd.

Costa Rica

Náttúruupplifun á Costa Rica, 15. febrúar til 2. mars, 2020

Costa Rica, er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, regnskóga sína, eldfjöll, strendur og margbrotið dýralíf. Costa Rica liggur í Mið Ameríku, mitt á milli Nicaragua og Panama, og er umlukið Karabíska hafinu að austan og Kyrrahafinu vestanmegin. Um fjórðungur landsins er þakið vernduðum skógum og dýralífi og hefur landið einblínt á sjálfbærni og sjálfbæra ferðamennsku. Grænar ferðir eru í samstarfi við þarlenda ferðaskrifstofu, Discovery Travel, Costa Rica, sem mun taka á móti okkur og fylgja okkur um þetta fallega land. Einstakt ævintýri sem ekki má missa af!

Verð frá 370.000.-

Skrá þátttöku hér

Heilsueflandi hamingjuferð til hinnar fögru eyju, Mallorca 3. til 10. október, 2019

Flogið verður til Barcelona og gist þar eina nótt á leið til Palma. Stutt skoðunarferð um hina dásamlegu Barcelona. Flogið til Palma 4. október og farið beint á gististað. Við njótum Palma í gönguferðum, hjólaferðum og gerum jógaæfingar á hverjum degi til að liðka líkamann og næra andann. Við njótum samvistar Mimi Kirk sem er frægust fyrir hráfæðislífstíl sinn og mun hún að fræða okkur um hráfæði og kenna okkur að elda. Við förum í skoðunarferðir og leitum að ævintýrum.

Mallorca