NÁMSKEIÐ MEÐ GRÆNUM FERÐUM.

HREYFING, NÚVITUND OG NÁTTÚRUPPIFUN

MEÐ GRÆNUM FERÐUM Í APRÍL OG MAÍ

Náttúrugöngur með jóga og núvitund, með áherslu á líkamsvitund, hreyfingu og náttúruupplifun.

STAÐUR OG STUND

Við Toppstöðina í Elliðaárdal, Rafstöðvarvegur 4

Apríl, 3, 10, 17. Maí, 8, 15, 22

 

Núvitund (Mindfulness) Við lærum núvitund, að finna hugarró og að stýra athygli okkar að því sem er að gerast á meðan það er að gerast í vinsemd og sátt (v.s. að vera fjarverandi á sjálfsstýringunni)
 
Líkamsvitund (Body sensetaion) Við lærum að nema og hlusta eftir skilaboðum líkamans (v.s. doði, bæling eða að streitast á móti). Við lærum að vera í tengslum við okkar innri leiðarvísi – að skilja skilaboðin og bregðast við þörfum okkar – næra okkur ef við erum svöng, hvíla okkur þegar við er þreytt, klappa okkur ef við erum hrædd osfrv. hlusta á skilaboð líkamans og vera í sambandi við okkar innri leiðarvísi.
 
Sjálfsvinsemd (Self-Compassion) Við öðlumst aukna sjálfsvinsemd: Við lærum að gefa okkur sjálfum pláss, gefum okkur leyfi til að vera mannleg, lærum leiðir til að verja okkur fyrir neikvæðu sjálfstali, við lærum að hlúa að okkur og sýna sjálfum okkur sömu vinsemd og við myndum sýna vini okkar.
 
Skynjun (Senses Wide open) Við ætlum að gal opna fyrir skynjun okkar – heyrn, sjón, lykt, snertingu og bragð .  Við ætlum að virkja skynfærin okkar og halda athyglinni við skynjun okkar (frekar en hugsun) og upplifa - finna áhrifin.
Tilfinningagreind (Emotional Intelligence) Við aukum næmni okkar fyrir tilfinningum okkar, getum staðsett þær í líkamanum, hvað þær heita og hvað þær merkja fyrir okkur.
 
Sjálfsstilling (Self-Regulation) Við öðlumst aukna sjálfsstillingu:  Við verðum meðvituð um viðhorf okkar, hugarfar okkar og líðan, getum stillt okkur af og valið okkur viðbrögð.
 
Hamingja (Happiness) Við öðlumst aukna sjálfsvirðingu og lærum að vera sátt í eigin skinni, styrkjum hamingjusvæðin í heilanum og lærum að njóta ferðalagsins.
 
Sjálfsþekking (Self- Actualisation) Við kynnumst okkur sjálfum betur:  Við komumst nær okkar eigin kjarna og innri visku og lærum að vita hvernig okkur líður, hvað okkur finnst og hvað við viljum.

Við sláum tvær flugur í einu höggi og nærum bæði líkama og sál með því að gera nútvitundaræfingar úti í náttúrunni.  Við finnum hugarró og lærum að tengja við skynjun okkar og upplifun, virkjum hamingjusvæðin í heilanum og fáum vellíðunarefnin til að flæða. Göngur og útivist við allra hæfi.

TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR

HAFIÐ SAMBAND MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA

 
PÓST; info@graenarferdir.is
HRINGJA; 864 1336