JÓGA OG GÖNGUFERÐ Á HORNSTRANDIR

HELGARFERÐ Á HORNSTRANDIR

DAGSETNING: Helgin 18. - 21. júlí, 2019, fimmtudagur til sunnudags.

FRÁ: 98.000.-

Helgarferð í útivist, jóga, með áherslu á líkamsvitund, hreyfingu, heilsu og náttúruupplifun

 

Náttúruupplifun á mögnuðu Hornströndum 18. til 21. júlí, 2019

Náttúruupplifun, jóga og hreyfing.

Í júlí ætlum við, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, í jógaferð á Hornstrandir. Hvar er betra að stunda jóga en í algjörri kyrrð á einum fegursta stað Íslands. Hér að neðan eru nánari upplýsingar:

18. - 21. júlí. 17. júlí, sniðugt að sameinast í bíla í Reykjavík, klukkan 17. Keyrt á Norðurfjörð. 18. júlí, brottför kl. 9.30 með báti frá Norðurfirði.  Gist er í þrjár nætur í Hornbjargsvita og dvalið við náttúruskoðun, óbyggðaupplifun, gönguferðir og jóga.

18. júlí, Siglt í Barðsvík á Ströndum þaðan sem þátttakendur ganga með allan farangur, fyrir utan mat, í Hornbjargsvita. 14 km. Gengið með svefnpoka og fatnað til ferðarinnar úr Barðsvík í Hornbjargsvita í upphafi ferðar.

19. júlí, Gengið á Hornbjarg. Til baka um Almenningaskarð. 12-18 km eftir því hvaða leið er valin.

20. júlí, Gengið um Kýrskarð yfir í Hornvík. 7 km. Dagur 2 og 3 gætu víxlast, fer eftir veðri og aðstæðum.

21. júlí, Bátur sækir hópinn í Látravík þaðan sem siglt er til Norðurfjarðar. Keyrt heim um kvöldið.

 

Sameiginlegur matur, fyrir utan nesti fyrsta daginn.

Gengið með svefnpoka og fatnað til ferðarinnar úr Barðsvík í Hornbjargsvita í upphafi ferðar.

Þátttakendur koma á eigin vegum í Norðurfjörð á Strandir þar sem ferðin hefst. Sniðugt að sameinast í bíla.

 

UNDIRBÚNINGSFUNDUR 10. júní

 

Almennt verð: 103.000 kr.

Félagsverð (FÍ): 98.000 kr.

Innifalið

Sigling, gisting, fullt fæði, jóga og fararstjórn. Sameiginlegur matur, fyrir utan nesti fyrsta daginn.

 

Fararstjórn

Gróa Másdóttir og Helga Bára

TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ SIG Í FERÐINA,

HAFIÐ SAMBAND MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA
PÓST; info@graenarferdir.is
HRINGJA; 864 1336